Hýst afgreiðsla
Komdu fyrirtækinu þínu á netið og farðu að taka við greiðslum hratt og örugglega, með lausn sem er hönnuð til að vera einföld - án nokkurra vandræða með PCI reglufylgni. Taktu við greiðslum í gegnum þægilega greiðsluferla með mörgum samþættingarmöguleikum.
-
Örugg greiðslusíða
Fáðu greitt á netinu án þess að þurfa að meðhöndla viðkvæmar upplýsingar um viðskiptin. Viðskiptavinir þínir ljúka greiðslum á öruggum síðum Verifone og eru síðan sendir aftur á vefsíðu þína.
-
Innfelld á vefsíðunni með iFrame
Láttu viðskiptavini greiða beint á vefsíðu þinni. Greiðsluferli Verifone birtist sem hluti af vefsíðunni þinni, sem gerir greiðslur einfaldari og hraðari.
-
Tengingar við þriðju aðila
Taktu við greiðslum á vefsíðum sem eru byggðar á Woocommerce, Magento, Shopify, OpenCart, PrestaShop eða öðrum vefumsjónarkerfum með því að tengja greiðsluferlið við afgreiðslusíður Verifone í gegnum tengingar og viðbætur frá þriðju aðilum.
-
Greiðslur í gegnum hlekk
Gerðu hvaða rás sem er að afgreiðslustað og sendu sérsniðna greiðslutengla til viðskiptavina í gegnum tölvupóst, smáskilaboð, samfélagsmiðla eða þar sem þér hentar. Fylgstu með stöðu greiðslnanna í Verifone Central stjórnborðinu.
Netverslunar API
Viltu hafa fulla stjórn á kaupferli viðskiptavinarins? Öfluga netverslunar API tengingin okkar byggir á REST arkitektúr. Það safnar og dulkóðar greiðsluupplýsingar örugglega beint á síðunni þinni áður en þær eru sendar til okkar til vinnslu.
-
Fullkomin stjórn á greiðsluferlinu
Haltu vörumerki þínu sýnilegu í gegnum allt greiðsluferlið með því að sérsníða körfuupplifunina að útliti og stíl fyrirtækis þíns.
-
Fullt eignarhald á viðskiptavinagögnum
Safnaðu og geymdu óunnin greiðslugögn á þínum eigin netþjónum, lausn sem er fullkomlega sniðin að þörfum stórra fyrirtækja.
-
Hagræddu og sjálfvirknivæddu netverslunina
Sveigjanlegt API okkar var hannað til að aðlagast flóknum þörfum fyrirtækisins. Nýttu það til að stýra ferlum yfir mörg tengd kerfi.
Sýndarposi
Eru stafrænar rásir og netverslanir aðal sölustaður fyrirtækisins? Með Sýndarafgreiðslu getur þú meðhöndlað greiðslur sem berast í gegnum síma. Söluráðgjafar og þjónustufulltrúar geta afgreitt þessar greiðslur fyrir hönd viðskiptavina.
-
Tilbúinn til notkunar
Úthlutaðu mismunandi aðgangsréttindum til starfsfólks með sýndarafgreiðslunni í Verifone Central stjórnborðinu.
-
Engin netverslun nauðsynleg
Engin vefsíða, ekkert mál. Símgreiðsla er frábær kostur ef þú ert að stækka inn á stafræna markaði. Hún er líka gagnleg ef þú ert nú þegar með netverslun en vilt tryggja samfellu í rekstri með varaleiðum fyrir greiðslur.
-
Einfaldaðu ferla fyrir endurgreiðslur og áskriftir
Notaðu sýndarposann til að gera meira en bara að taka við greiðslum. Þú getur auðveldlega unnið úr endurgreiðslum eða sett upp reglulegar greiðslur í rauntíma, til dæmis fyrir veitur, áskriftir eða frjáls framlög.
Tilbúinn að taka netverslun þína á næsta stig?
Hannað fyrir forritara
API verkfæri okkar, vefkrókar (webhooks) og tengingar gera þér kleift að þróa og stýra öllum þáttum greiðsluferlisins á einfaldan hátt. Við bjóðum upp á aðgengilega skjölun með ítarlegum leiðbeiningum og svörum við öllum spurningum sem kunna að vakna.
-
Tilbúnar samþættingar
Við tengjumst öllum helstu netverslunarkerfum, þar á meðal Shopify, Magento, WooCommerce og fleirum.
Skoða nánar -
API lyklar
Haltu samþættingum þínum virkum á auðveldan hátt með því að búa til og nota API lykla fyrir hvern notanda.
Skoða nánar
[
{
"type": "TRANSACTION_SUCCESS",
"id": "f204205206",
"timestamp": "2020-07-08T12:42:37.974Z",
"details": {
"id": "92782",
"payment_provider_contract": "8ddede",
"amount": 12345,
"blocked": false,
"customer": null,
"merchant_reference": "ORDER-99999",
"payment_product": "CARD",
"status": "AUTHORIZED",
"authorization_code": "5669 ",
"created_by": "ffa1aaaaa5",
"cvv_result": "0",
"details": {
"auto_capture": true
},
"reason_code": "0000",
"rrn": "ORDER-99999",
"shopper_interaction": "ECOMMERCE",
"stan": "000000",
"reversal_status": "NONE",
"city": "Rotterdam",
"country_code": "NLD",
"additional_data": {
"acquirer_response_code": "00",
"initiator_trace_id": "000000"
}
}
}
]
Fáðu ókeypis ráðgjöf hjá sérfræðingi.
Spjallaðu við sérfræðing í greiðslulausnum og fáðu ráð um hvaða lausnir henta þínu fyrirtæki best.
Algengar spurningar
-
Get ég notað Verifone greiðslulausn ef ég er með WordPress vefsíðu?
Já, þú getur það. Þú þarft að virkja WooCommerce viðbótina og tengja svo vefsíðuna þína í gegnum viðbót frá Verifone. Þú þarft einfaldlega að tengja Verifone reikninginn þinn við viðmótið í viðbótinni og þá ertu tilbúinn.
-
Hvaða greiðslumátar eru studdir?
Við styðjum alla helstu alþjóðlegu og innlendu greiðslumáta, þ.m.t. helstu debet- og kreditkort og stafræn veski. Hafðu samband við söludeild til að fá nánari upplýsingar um greiðslumáta.
-
Er hægt að staðfæra greiðsluferlið yfir á annað tungumál?
Já, að sjálfsögðu. Greiðsluferlið okkar styður fjölmörg tungumál, þar á meðal arabísku, dönsku, hollensku, ensku, eistnesku, finnsku, frönsku, þýsku, hebresku, íslensku, ítölsku, lettnesku, litháísku, norsku, pólsku, rússnesku, portúgölsku og sænsku.
-
Hvernig get ég fylgst með netviðskiptum sem viðskiptavinir mínir framkvæma?
Verifone Central mælaborðið þitt inniheldur umfangsmiklar skýrslur, þar sem þú getur kafað djúpt niður á færslustig eða skoðað heildaryfirlit fyrir allar færslur sem fara í gegnum kerfið okkar.
-
Hvers konar PCI-samræmi þarf þegar Verifone er notað fyrir netverslun?
Þitt PCI-samræmisstig fer eftir því hvaða lausn þú velur. Ef þú notar hýsta afgreiðslu okkar, þá er engin samræmisvinna nauðsynleg – þú ert sjálfkrafa tryggð(ur). Ef þú notar hins vegar netverslunar API teninguna okkar, þá þarftu að hafa vottun með SAQ-C PCI spurningalista.
Við hjálpum þér að velja réttu lausnina
Góð ráðgjöf tekur tíma. Sérfræðingateymi okkar mun glaðlega ræða þarfir þínar.